LOGIN FORM:


Icelandic Craft & Design

ICD stendur fyrir Icelandic Craft & Design eða Íslenskt handverk og hönnun. Við vinnum minjagripi og gjafavörur í samstarfi við íslenska hönnuði sem framleiddir eru bæði erlendis og á Íslandi.




Minjagripir og gjafavörur

ICD sérhæfir sig í framleiðslu á minjagripum og gjafavörum sem seldar eru í fjölmörgum verslunum um allt land. Einna helst í framleiðslu hjá okkur eru póstkort, viskustykki, lyklakippur, seglar, töskur, glasamottur og margt fleira. Áherslan hjá okkur eru að skapa eitthvað sem ferðamönnum finnst fallegt og geta tengt við sína upplifun af Íslandi. Við erum stöðugt að þróa nýjar vörur með hliðsjón af því hvað það er sem hinn nútímaferðamaður vill. Einnig reynum við að halda verðinu lágu án þess að gæðin þurfi að líða fyrir það en til að mynda höfum við lækkað verðin okkar eftir hækkandi gengi krónunnar.




Íslenskir hönnuðir

ICD er í samvinnu við einn hönnuð, einn listmálara og einn ljósmyndara. Ninna Thorarinsdóttir er grafískur hönnuður að norðan sem leggur list sína til við hönnun á “Minjaverunum”, en það er litrík og skemmtileg vörulína með fígúrum sem eru einkennandi fyrir Ísland. Patra Tawatpol er listmálari og handverkskona sem fæddist í Tælandi en hefur verið búsett á Íslandi í fjölmörg ár. Hún málar fyrir okkur gullfallegar vatnslitamyndir sem prýða margar af vörum okkar, en Patra hefur mikinn unað af því að mála íslensk hús og dýralíf. Kristbjörg Helgadóttir er áhugaljósmyndari frá Reykjavík sem tekur myndir af einstöku íslensku náttúrunni sem fáanlegar eru sem glasa- og diskamottur hjá ICD.